Trofie al Pesto

400gr. Trofie
100gr. Pesto
150gr. Kartöflur
Ólífuolía eða smjör
Salt og pipar að vild
Parmesan-Grana eða Pecorino

  • Kartöflurnar skrældar og skornar í teninga, þær síðan soðnar með Trofie í ca 20 mín.
  • Smakkið pastað til; ef það er enn hart í miðjunni, slökkvið á hellunni og látið liggja 2-3 mín ívatninu með lokið á pottinum.
  • Blandið saman í stóra skál pestó og smá ólífuolíu eða smjöri.
  • Hrærið svo pastanu og kartöflunum saman við pestóblönduna.
  • Berið fram með rifnum osti.

Buon appetito!

No Comments

Post A Comment