Orecchietti con Broccoli e Salsiccia

400gr Orecchietti
350gr Brokkoli (Spergilkál)
350gr Salsiccia krydduð kjötblanda
2 stk Hvítlauksrif
Ólífuolía
Chili pipar að vild
Parmesan-Grana eða Pecorino

  • Skerið brokkólí í bita og sjóðið u.þ.b. 8 mínútur. Saxið hvítlaukinn og steikið með Salsiccia og chili í olíu í u.þ.b. 5 mínútur. Skerið brokkólíið smærra og setjið útá pönnuna ásamt 2 ausum af vatni úr pastapottinum.
  • Látið þetta malla á vægum hita áfram í 5-10mínútur.
  • Þegar pastað er soðið bætið útá pönnuna ásamt smá ólífuolíu og blandið öllu saman.
  • Berið fram með rifnum parmisan eða öðrum góðum osti.

Buon appetito!

No Comments

Post A Comment